Námsmatssýning

Á matsdegi í lok hverrar annar er haldin námsmatssýning þar sem nemendur geta átt samtal við kennara sinn um sundurliðað námsmat í áfanganum. Nemandi í símatsáfanga skal gera athugasemd við námsmat vegna verkefnis/prófa inni á önninni innan 5 virkra daga frá birtingu þess námsmats. Nemandi sem ekki unir námsmati í áfanga skal gera formlega athugasemd við námsmatið innan fimm virkra daga frá birtingu einkunnar í áfanganum.

Síðast uppfært: 14.03.2022