UMHV3OA05 - Orka og auðlindir

Nemendur vinna með hugtök, þekkingu og umræðu úr umhverfisfræði sem tengjast orkugjöfum, auðlindanýtingu, loftslagsmálum og umhverfisáhrifum. Nemendur kynnast mismunandi orkugjöfum, hvernig þeir eru nýttir til orkuframleiðslu og hvaða áhrif þeir hafa eftir staðsetningu í heiminum, mismunandi orkuþörf ríkja og siðferðislegum spurningum velt upp um orkumál og orkubúskap. Áhrif tækniframfara á nýtingarmöguleika mismunandi orkugjafa og framtíðarsýn skoðuð. Nemendur vinna sjálfstætt og saman í hópum þar sem áhersla er lögð á ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu og mótun afstöðu til umhverfistengdra málefna.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • orkubúskap jarðar og helstu orkugjöfum
  • orkubúskap Íslands og valkostum í Rammaáætlun
  • umhverfisáhrif mismunandi orkugjafa
  • orkuþörf jarðarbúa og siðferðislegum álitamálum þar að lútandi

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla sér áreiðanlegra upplýsinga um umhverfis- og orkumál
  • tengja saman orsakir og afleiðingar af nýtingu mismunandi orkugjafa

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja umræðu og hugtök tengd umhverfis- og orkumálum
  • taka ábyrga og rökstudda afstöðu til umhverfismála

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: UMHV2UM05