STÆR3HH05(ms) - Hagfræði og heildun

Hagnýt notkun fyrstu og annarar afleiðu rifjuð upp eftir atvikum. Algild hágildi og lágildi tekin fyrir. Andafleiður og óendanleg heildi margliðufalla, lografalla og falla með e sem grunntölu. Tengsl heildunar og flatarmál kynnt ásamt helstu heildunarreglum. Heildun með innsetningu. Endanleg heildi og aðalsetning stærðfræðigreiningarinnar sett fram. Hagnýt notkun heilda við lausn hagfræðilegra viðfangsefna. Aðhvarfsgreining og hagnýt notkun hennar.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • helstu heildunarreglum
 • aðalsetningu stærðfræðigreiningarinnar
 • aðhvarfsgreiningu

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • hagnýta notkun heildunar á sviði hagfræðilegrar stærðfræði
 • beita heildun á raunhæf verkefni
 • nota aðhvarfsgreiningu
 • teikna og túlka föll

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviði hagfræðilegrar stærðfræði
 • geta sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
 • geta skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum
 • áttað sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
 • geta greint, hagnýtt og sett fram upplýsingar á sviði hagfræðilegrar stærðfræði
 • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
 • beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýni áræði, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna og þrauta