SAGA3ST05(ms) - Stund milli stríða. 20. öldin 1900-1945

Viðfangsefni áfangans er heimsvaldastefnan og saga fyrri hluta 20. aldar. Í þessum áfanga er þekking og skilningur nemenda á tímabilinu dýpkaður. Mannkynssagan verður í fyrirrúmi með áherslu á hugmyndastefnur, friðarviðleitni, átök og hryllilega atburði sem áttu sér stað á tímabilinu. Dregin verða fram áhrif heimsviðburða á Íslandi. Jafnframt er nemendum veitt markviss þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og notkun ólíkra heimilda.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu atburðum, átökum og stefnum tímabilsins
  • þverstæðum millistríðsáranna
  • örlögum ýmissa þjóðfélagshópa á tímabilinu

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með ólíkar tegundir sögulegra heimilda
  • vísa til heimilda og búa til heimildaskrá
  • endursegja sögulegar staðreyndir út frá heimildum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta og skilja sögulegt efni
  • draga eigin ályktanir af sögulegum heimildum
  • miðla eigin sögulegu þekkingu til annarra

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: SAGA2MÍ05