Náttúrufræðibraut er 200 eininga námsbraut til stúdentsprófs.
Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á góðan skilning á náttúrufræðilegum hugtökum, vísindalegum vinnubrögðum og hugsunarhætti sem nýtist í daglegu lífi.
Á náttúrufræðibraut er sérstök áhersla lögð á að nemendur þjálfist í vinnubrögðum sem nýtast þeim í áframhaldandi námi á háskólastigi, einkum á sviði náttúruvísinda.
Námið er verkefnabundið. Lögð er áhersla á skapandi greinar, náttúrulæsi og umhverfisvitund nemenda. Á náttúrufræðibrautinni fá nemendur tækifæri til að fást við viðfangsefni sem auka hæfni þeirra að þessu leyti. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum, styrki og efli þekkingu og hæfni sína til að skilja hvernig maðurinn er hluti af umhverfi sínu og læri að umgangast náttúruna af ábyrgð og virðingu í anda sjálfbærrar þróunar og að nemendur geri sér grein fyrir því að vísindi og tækni eru mannanna verk, hugmyndir í stöðugri þróun og mikilvægi þess að allir skilji að þeir geti haft áhrif.
Inntökuskilyrði má sjá hér.
Nemendur sem innritast á náttúrufræðibraut velja sér námslínu á fyrstu önn sinni og geta þeir valið á milli eftirfarandi lína:
Hæfniviðmið á náttúrufræðibraut
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að...
- lesa, rita, skilja og tjá sig á viðeigandi máta á íslensku og erlendum málum
- meta heimildir á sviði náttúrufræðigreina á gagnrýninn hátt
- nýta sér almenna og sértæka þekkingu og færni á sviði náttúrufræðigreina og stærðfræði
- nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
- hugsa og starfa á gagnrýninn og skapandi hátt
- sýna sjálfstæði og taka ábyrgð á eigin námi
- nýta styrkleika sína og seiglu til að takast á við líf og starf
- eiga málefnaleg samskipti í ræðu og riti
- sýna heiðarleika, virðingu og ábyrgð í samskiptum
- tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur
- virða umhverfið og meta sjálfbærni
- virða jafnrétti og fjölbreytileika lífs
- takast á við frekara nám á sviði náttúruvísinda, heilbrigðisvísinda og verkfræði
Síðast uppfært: 21.08.2023