Jafnlaunakerfi - form fyrir ábendingar og kvartanir

Meginmarkmiðið með starfrækslu jafnlaunakerfis í Menntaskólanum við Sund er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með þessu rafræna eyðublaði getur starfsmaður skólans komið á framfæri ábendingu eða kvörtun sem tengist þessum markmiðum.

Ábendingin/kvörtunin berst til konrektors og er meðhöndluð af stjórnendum og/eða gæðaráði skólans eftir því sem við á. Trúnaðar er gætt við meðhöndlun málsins.