Siðareglur um notkun snjalltækja

  1. Nemendum er heimilt að hafa snjalltæki meðferðis í skólann en þó ber að hafa slökkt á slíkum tækjum í kennslustundum nema kennari ákveði annað. Tækin skulu geymd afsíðis t.d. ofan í tösku.
  2. Kennari stýrir vinnu í kennslustundum og stjórnar notkun á snjalltækjum. Kennari ber ábyrgð á verklagi í sínum kennslustundum og hefur því fullt umboð skólans til að leyfa eða banna notkun snjalltækja.
  3. Kennslustofur eru ekki opinber svæði. Upptaka og myndataka á einstaklingi án leyfis viðkomandi í kennslustofunni brýtur gegn opinberum reglum um persónuvernd. Slík notkun snjalltækja er því óheimil með öllu og telst alvarlegt agabrot.
  4. Brjóti nemandi reglur skólans um notkun snjalltækja bregst skólinn við eins og um agabrot sé að ræða. Ítrekuð brot geta haft íþyngjandi afleiðingar fyrir viðkomandi nemanda.

Síðast uppfært: 17.08.2018