Heimild til að taka með sér gest á dansleik 2019-2020

Menntaskólinn við Sund og nemendafélag skólans hafa gert með sér eftirfarandi samkomulag:

Skólaárið 2019-2020 verður gerð tilraun þar sem nemendum skólans er heimilað að taka með sér einn gest á dansleiki að uppfylltum neðangreindum skilyrðum:

  1. Fyrsti dansleikur hvers skólaárs er eingöngu fyrir nemendur skólans.
  2. Eingöngu nemendum sem taka þátt í „Edrúpottinum“verði boðið að taka með sér einn gest á næsta dansleik á eftir.
  3. Stjórn nemendafélagsins og allir fulltrúar ínefndum og ráðum á vegum nemendafélagsins gangi fram með góðu fordæmi með því að taka þátt í „Edrúpottinum“.
  4. Skráning nemenda á dansleikjum sem fá að taka með sér gest verði þannig úr garði gerð að nöfn og kennitölur beggja verði spyrtar saman þannig að ef annað hvort nemandi eða gestur hans brjóta reglur skólans á skemmtunum á hans vegum verða báðir aðilar útilokaðir frá næsta dansleik. Viðkomandi nemandi missir þá heimild til þess að taka með sér gest það sem eftir er skólaárs.
  5. Aðilar sameinast um það markmið að efla forvarnir m.a. með auknu samráði við foreldraráð MS.
  6. Edrúpotturinn verður efldur og farið verði í kynningu á honum og þeim breytingum sem fylgja heimild til þess að taka með sér gest á dansleiki á vegum skólans.
  7. Forysta nemendafélagsins, þar á meðal allir sem kjörnir eru í ráð og nefndir á vegum nemendafélagsins verði sjáanlegir á dansleikjum þegar nemendur koma í hús og hvetja aðra í orði og æði til þess að taka þátt í edrúpottinum.
  8. Reglur þessar verða endurskoðaðar í ljósi þess hvernig tekst til.

Síðast uppfært: 13.12.2022