Veikindi og leyfi

Veikindaskráning

 1. Veikindi eru skráð samdægurs, rafrænt í gegnum Innu (Inna.is).
 2. Ekki er hægt að skrá veikindi afturvirkt.
 3. Forsjárfólk þarf að skrá veikindi nemenda undir 18 ára aldri. Nemendur sem eru 18 ára og eldri skrá veikindi sjálfir.
 4. Fari veikindastundir yfir 50 tíma á önn verður nemandi /forráðafólk að gera námsráðgjafa grein fyrir veikindunum og útvega langtímavottorð hjá lækni sé um þess konar veikindi að ræða. Nemendur með langtímavottorð fá þá sérstaka meðhöndlun vegna verkefnaskila ef það er hægt en úrlausn er alltaf háð námsmati í áfanga (gildir frá vetrarönn 2022).
 5. Nemandi sem þarf að sinna heilsutengdum þáttum á skólatíma (s.s. tannlækni, sjúkraþjálfun, kírópraktor) getur óskað eftir leyfi í einstaka kennslustundum, mikilvægt er að skrá skýringu á leyfisbeiðni – sjá leiðbeiningar um leyfisumsóknir hér fyrir neðan.

Veikindaskráning í tölvu - leiðbeiningar

Leyfisbeiðnir í tölvu - leiðbeiningar

Leyfisumsóknir

 1. Leyfisumsóknir eru tvenns konar.
  • Umsóknir um leyfi í 1-3 kennslustundir fara fram í gegnum Innu. Athugið að mikilvægt er að skrá skýringu.
  • Umsóknir um lengra leyfi skal senda til kennslustjóra, kennslustjori@msund.is
 2. Leyfisveitingar miðast við ákvæði Aðalnámskrár og vinnureglur skólans. Ávallt skal sækja um leyfi með góðum fyrirvara. Í sérstökum tilfellum fjallar skólaráð um umsóknir og afgreiðir leyfisumsóknir.
 3. Athugið að almennt veitir skólinn ekki leyfi í tengslum við dægradvöl, tómstundir og atvinnu nemenda og á það einnig við um skemmtiferðir til útlanda.
 4. Skólinn veitir almenn leyfi vegna náms í ökuskóla, hins vegar er ekki veitt leyfi í morgunstokki (kl. 8:30-10:30) vegna náms í ökuskóla enda stendur nemendum til boða að stunda ökuskóla á öðrum tímum.
 5. Almennt eru ekki veitt leyfi í morgunstokki. Þetta er gert til að lágmarka skörun í námi þar sem nemendur MS eru almennt í prófum og stærri verkefnum í morgunstokkum
 6. Skólinn veitir tvær tegundir af leyfum: Almenn leyfi (skráð L) eru veitt þegar nemandi forfallast af gildum ástæðum, leyfið tekur til skólasóknar en ekki námsmats. Sérstök leyfi (skráð U) eru veitt við sérstakar aðstæður í samræmi við ákvæði Aðalnámskrár og taka bæði til skólasóknar og námsmats.

Síðast uppfært: 27.10.2022