Eftirlit með ástundun nemenda (VNL-008)

Kerfið í Menntaskólanum við Sund byggist á þremur 12 vikna önnum. Nemendur í fullu námi eru ýmist í fjórum eða fimm greinum á önn, átta kennslustundum á viku í hverri grein nema íþróttum en þar eru 2 kennslustundir á viku. Nemendur verða að fylgjast vel með mætingu sinni strax frá fyrsta degi því fjarvistir í grein eru fljótar að hafa áhrif á námsgengi. Skólinn sendir forráðamönnum og nemendum tilkynningar um viðveru og fjarvistir fljótt og ört. Við mótun verklags við mætingareftirlit hefur verið tekið mið af því með eftirfarandi hætti:

  • Uppgjör á skólasókn er þrisvar á önn, fyrst eftir tíu kennsludaga, næst eftir fimm vikur og svo eftir tíu vikur. Loks er skólasókn gerð upp í annarlok og auk þess er kannað eftir 7 og 9 vikur hvort einhverjir nýir nemendur hafi farið undir 85% lágmarkið. Nemendum sem eru undir 85% mætingu við uppgjör er send tilkynning um það og sama tilkynning berst forráðamönnum. Nemendur hafa tækifæri til að bæta mætingu sína allt til loka hverrar annar.
  • Þeir nemendur sem ítrekað eru undir viðmiðunarmörkum um mætingu á haustönn eru boðaðir í viðtal. Þeir fá afhent skjal með helstu ákvæðum skólasóknarreglna og yfirlit yfir mætingu sína og aðgerðir við hvert uppgjör. Þessir nemendur eru í viðtalinu hvattir til að skila inn stuttri greinargerð um hvernig þeir hyggist fara að því að mæta betur. Nemendur með margítrekuð brot á skólasóknarreglum eru skráðir með agabrot og er það staðfest með því að láta þá skrifa undir sérstakt eyðublað.

Yfirlit yfir það hvernig fylgst er með skólasókn nemenda

Hér að neðan er tafla sem sýnir ferlið sem fer í gang ef nemandi sinnir ekki náminu. Sérstakt úrræði er í reglum varðandi þá sem sinna ekki náminu sem sett er til þess að draga úr líkum á að þeir nemendur hrekist frá námi vegna óhóflegs álags (Sjá reglur um námsframvinduúrræði þeirra sem uppfylla ekki lágmarkskröfur um ástundun).

Skólasóknareftirlit og mæting í nýju kerfi

Mæting könnuð Aðgerðir
Eftir 10 daga Bréf sent nemendum og forráðamönnum nemenda undir 85% um stöðuna, reglur skólans og aðgerðir vegna slakrar mætingar.
Eftir 10-15 daga Foreldrar nýnema sem eru með 85% skólasókn eða hærri en undir 80% raunmætingu upplýstir um hvaða afleiðingar slök raunmæting hefur.
Eftir 5 kennsluvikur Nemendum sem eru í fyrsta sinn undir 85% og forráðamönnum er sent bréf um stöðuna, reglur skólans og aðgerðir vegna slakrar mætingar.

Nemendur sem eru ítrekað undir 85% fá senda áminningu um afleiðingar slakrar mætingar og mögulegt námsframvinduúrræði.
Eftir miðannarmat Nemendur sem eru undir 85% mætingu OG með 3 eða fleiri Ó á miðannarmati boðaðir í viðtal ásamt forráðamönnum.
Eftir 8 kennsluvikur Bréf sent nemendum og forráðamönnum nemenda sem eru í fyrsta sinn undir 85% um stöðuna, reglur skólans og aðgerðir vegna slakrar mætingar.
Í annarlok Nemendur sem eru undir 85% mætingu í annarlok og forráðamenn þeirra fá bréf um stöðuna. Farið er yfir námsstöðu og feril sérhvers nemanda undir 85%. Þeir nemendur sem verða í skertu námi á næstu önn og forráðamenn þeirra fá bréf þar að lútandi.

Síðast uppfært: 06.01.2023