Almennar upplýsingar

Þriggja anna áfangakerfi

Menntaskólinn við Sund er bóknámsskóli sem býður upp á nám í þriggja anna áfangakerfi og er skólaárinu er skipt í þrjár jafnalangar annir. Haustönn hefst seint í ágúst, vetrarönn hefst upp úr miðjum nóvember og vorönn um miðjan mars (sjá nánar í skóladagatali hvers skólaárs).

Það er markmið skólans að bjóða nemendum góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða námsbraut eða á hvaða námslínu þeir eru. Þessum markmiðum sínum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna, með því að leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega kennsluhætti, með nýtingu upplýsingatækni í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við fyrirtæki og stofnanir og símenntun starfsfólks.

Boðið er upp á nám á eftirfarandi námsbrautum:

Einkunnarorð skólans eru

VIRÐING - JAFNRÉTTI - ÁBYRGÐ - HEIÐARLEIKI

Nemendur og starfsfólk

Nemendur skólans eru um 700 og við skólann starfa um 70 starfsmenn.  Vorið 2018 brautskráðust síðustu nemendur skólans úr fjögurra ára bekkjarkerfi og jafnframt fyrstu stúdentar úr þriggja anna áfangakerfi.

Rektor Menntaskólans við Sund er Helga Sigríður Þórsdóttir (frá 16.03.2021)