Stoðþjónusta

Menntaskólinn við Sund býður upp á fjölbreytta stoðþjónustu þar sem leitast er við að styðja við nemendur og mæta ólíkum þörfum þeirra.

Í kafla 14.5 í aðalnámskrá segir m.a. um nemendur með sérþarfir:

„Nemendur, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með heilsutengdar sérþarfir og nemendur með fötlun, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Nemendur með fötlun skulu stunda nám við hlið annarra nemenda eftir því sem kostur er.

Mikilvægt er að veita nemendum með sérþarfir kennslu og þann stuðning sem þeir þurfa á að halda og tök eru á að veita, samanber gildandi reglugerð um nemendur með sérþarfir. Það er ýmist gert með því að bjóða fram nám á námsbrautum fyrir fatlaða eða veita þeim sérstakan stuðning á öðrum námsbrautum framhaldsskóla.“

Hér má lesa nánar um stoðþjónustu sem skólinn býður upp á:

  • Náms- og starfsráðgjöf
  • Skólahjúkrunarfræðingur
  • Þjónusta við nemendur með erlendan menningar- og tungumálabakgrunn
  • Farsældarþjónusta
  • Foreldraráð