LÍFF3AT05 - Atferlisfræði

Í áfanganum verður farið í þróun og erfðir atferlis dýra. Borið verður saman meðfætt og áunnið atferli. Skoðaður verður sérstaklega mismunandi samskiptamáta dýra bæði innan tegundar og milli tegunda. Þá verða krufin félagskerfi tiltekinna dýrategunda, mökunaratferli, fæðuval og fórnfýsi eða eigin hagsmunir einstaklinga innan tegundar. Atferli dýra verður tengt vistfræði og skoðað með tilliti til búsvæðavals og fleiri þátta. Fjallað verður um áhrif atferlis á stofnvöxt lífvera. Gerðar verða athuganir á atferli og hegðun dýra og reynt verður að finna ástæður og tilgang með hegðun þeirra. Skoðuð verða líffæri og líkamshlutar dýra sem tengjast atferli og hegðun dýra t.d. blekkirtill í smokkfiski.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • dýrum, atferli þeirra og þýðingu fyrir vistkerfið
 • hvort erfðir hafi áhrif á hegðun dýra eða hún sé áunnin
 • mökunarkerfi dýra og tilgangi með þeim
 • félagskerfum dýra
 • fari dýra og ratvísi
 • stofn dýra og þáttum sem hafa áhrif á stofnvöxt
 • samfélögum dýra og þáttum sem móta þau

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • vinna með líffræðileg hugtök á íslensku og ensku
 • leita sér heimilda um afmarkað efni og nýta þær á viðeigandi hátt
 • setja fram og túlka gröf
 • sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • tjá skoðanir sínar, túlka niðurstöður á skýran hátt og rökstyðja í fræðilegu samhengi
 • vinna sjálfstæð kynningarverkefni úr námsefninu
 • hanna rannsóknarverkefni og beita viðeigandi aðferðum við úrlausn

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • meta upplýsingar á gagnrýninn hátt
 • miðla niðurstöðum verkefna af öryggi á fjölbreyttan hátt
 • geta tengt saman ólíka efnisþætti við úrlausn verkefna
 • skiptast á skoðunum við aðra um lausnir og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt
 • greina nauðsynlegar upplýsingar úr safni upplýsinga, hagnýta þær og miðla hvort sem er í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum
 • greina, útskýra og draga ályktanir af niðurstöðum verklegra æfinga