Matsdagar 24. og 28. október og haustfrí

Haustfrí verður í MS mánudaginn 27. október. Í kringum þessa helgi eru einnig matsdagar, þ.e. föstudaginn 24. október og þriðjudaginn 28. október. Ekki er kennt samkvæmt stundaskrá þessa daga en nemendur geta verið kallaðir inn í verkefni eða próf. Dagskrá matsdaga má sjá hér á myndinni. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í sambandi við sína kennara varðandi verkefni og próf á matsdögum og mæta á réttum stað og stund.