Fréttir

Sumarfrí

Síðasti opnunardagur skrifstofu skólans er þriðjudagurinn 24. júní. Skrifstofan opnar aftur 6. ágúst kl. 10. Lesa meira...

Skrifstofa skólans verður lokuð mánudaginn 16. júní

Skrifstofa skólans verður lokuð mánudaginn 16. júní. Hægt er að senda fyrirspurnir á msund@msund.is. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 18. júní kl. 8:00.

Úthlutun úr Sprotasjóði 2025

Menntaskólinn við Sund hlaut styrk í úthlutun Sprotasjóðs 2025 fyrir verkefnið Grípum tækifærið - gervigreind í skólastarfi. Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, og formaður stjórnar sjóðsins, Bragi Þór Svavarsson, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu miðvikudaginn 11. júní. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga og var gervigreind eitt af áherslusviðum sjóðsins í ár. Lesa meira...