22.08.2025
Stundatöflur haustannar 2025 eru nú tilbúnar í INNU. Skólastarfið hefst mánudaginn 25. ágúst með skólasetningu kl. 8:30 í íþróttahúsinu og kennsla strax í kjölfarið samkvæmt stundaskrá. Opnað hefur verið fyrir beiðnir um töflubreytingar á stúdentsbrautum í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 25. ágúst. Athugið að taka mið af undanförum en nemendur þurfa að ljúka undanfara til að komast í næsta áfanga í mörgum tilfellum. Lesa meira...
22.08.2025
Frá og með haustönn 2025 verða gerðar þær breytingar á viðveruskráningu að kennarar skrá S (seint). Nemandi sem mætir seint en innan 10 mínútna frá upphafi kennslustundar fær skráð S, hálft fjarvistarstig. Eftir það skráir kennari F (fjarvist), heilt fjarvistarstig.
18.08.2025
Verið er að vinna stundatöflur, póstur verður sendur þegar þær eru tilbúnar
13.08.2025
Senn líður að upphafi skólastarfs á haustönn 2025. Móttaka nýnema fer fram föstudaginn 22. ágúst kl. 10-13. Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í íþróttasalnum og þangað eiga allir nemendur skólans að mæta. Strax í kjölfarið hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu fyrir upphaf kennslu og fá nemendur og forsjárfólk póst þegar þær eru tilbúnar. Lesa meira...
13.08.2025
Innritun nýnema á haustönn 2025 er nú lokið og skólinn fullsetinn. Þeir sem hafa áhuga á skólavist í MS á næstu önnum eru hvattir til að fylgjast með á heimasíðu skólans við annarskil.