Fréttir

Stundatöflur vetrarannar 2025-2026 tilbúnar og hægt að óska eftir töflubreytingum í Innu

Stundatöflur vetrarannar eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 17. nóvember. Athugið að taka mið af undanförum en nemendur þurfa að ljúka undanfara til að komast í næsta áfanga í mörgum tilfellum (sjá skipulag áfanga á heimasíðunni). Athugið að fyrstu töflubreytingaóskirnar verða afgreiddar um miðjan dag á sunnudag og því gildir hér fyrstur kemur fyrstur fær. Áfram verður þó hægt að gera töflubreytingaóskir í Innu til kl. 15 á mánudag. Nemendur sem þurfa aðstoð við töflubreytingar þurfa að koma í MS mánudaginn 17. nóvember og þar gildir líka að fyrstur kemur fyrstur fær. LESA MEIRA...

Námsmatssýning haustannar 2025

Námsmatssýning haustannar fer fram fimmtudaginn 13. nóvember. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annars vegar í skólanum og hins vegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel.

Nemendaferðir til Berlínar og Parísar

Í lok október fóru nemendur í borgaráföngum í þýsku og frönsku í ferðir til Berlínar og Parísar. Í borgaráföngunum undirbúa nemendur ferðirnar og vinna verkefni um borgirnar, sögu þeirra og mannlíf, ásamt því að þjálfa samskipti á tungumálunum. Áföngunum lýkur svo með borgarferð. LESA MEIRA...

Matsdagar 10.-11. nóvember

Hér má sjá dagskrá matsdaga við lok haustannar mánudaginn 10. nóvember og þriðjudaginn 11. nóvember. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í próf / verkefni á réttum stað og stund. Ef skörun er í dagskrá nemenda verða þeir að ræða beint við sína kennara.

Ekki verður opnað fyrir umsóknir um skólavist á vetrarönn

Ekki verður opnað fyrir umsóknir um skólavist í MS á vetrarönn 2025. Áhugasömum er bent á að fylgjast með upplýsingum um innritun á vorönn uppúr miðjum janúar mánuði.