Fréttir

Ferð umhverfisnefndar á Sólheimajökul

Umhverfisnefndir Menntaskólans við Sund og Fjölbrautaskólans við Ármúla fóru saman í ferð á Sólheimajökul í byrjun október ásamt nemendum í kvikmyndagerð við Fjölbrautaskólann við Ármúla og fulltrúa frá Félagi Sameinuðu þjóðanna. Ferðin var farin í tilefni af alþjóðaári jökla hjá Sameinuðu þjóðunum og var tilgangurinn að nemendur fengju innsýn í áhrif loftslagsbreytinga á jökla og hvernig við hér á Íslandi getum séð með eigin augum hversu mikil og alvarleg þau áhrif eru. LESA MEIRA...