29.10.2025
Skólastarf fer fram samkvæmt stundaskrá í dag. Veður er gengið niður. Búið er að rýma götur en talsverð hálka er á öllu höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til þess gefa sér góðan tíma og leggja snemma af stað til vinnu og skóla því gera má ráð fyrir miklum umferðartöfum í morgunsárið.
23.10.2025
Haustfrí verður í MS mánudaginn 27. október. Í kringum þessa helgi eru einnig matsdagar, þ.e. föstudaginn 24. október og þriðjudaginn 28. október. Ekki er kennt samkvæmt stundaskrá þessa daga en nemendur geta verið kallaðir inn í verkefni eða próf. Dagskrá matsdaga má sjá hér á myndinni. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í sambandi við sína kennara varðandi verkefni og próf á matsdögum og mæta á réttum stað og stund.
10.10.2025
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti skólann í vikunni ásamt fríðu föruneyti úr ráðuneytinu til að kynna hugmyndir sínar um nýjungar á framhaldsskólastiginu fyrir starfsfólki. Ráðherrann fékk leiðsögn um skólann og hitti nemendur og starfsfólk. Ráðherra nefndi sérstaklega hvað nemendur væru glaðlyndir og orkumiklir. Við þökkum ráðherra og föruneyti kærlega fyrir komuna í MS!
03.10.2025
Umhverfisnefndir Menntaskólans við Sund og Fjölbrautaskólans við Ármúla fóru saman í ferð á Sólheimajökul í byrjun október ásamt nemendum í kvikmyndagerð við Fjölbrautaskólann við Ármúla og fulltrúa frá Félagi Sameinuðu þjóðanna. Ferðin var farin í tilefni af alþjóðaári jökla hjá Sameinuðu þjóðunum og var tilgangurinn að nemendur fengju innsýn í áhrif loftslagsbreytinga á jökla og hvernig við hér á Íslandi getum séð með eigin augum hversu mikil og alvarleg þau áhrif eru. LESA MEIRA...