STEM fyrir framtíðina
10.12.2025
Síðastliðið sumar tóku nokkrir nemendur úr MS þátt í verkefninu STEM fyrir framtíðina. Anh Ngoc, nemandi úr Kvennaskólanum í Reykjavík, stóð fyrir verkefninu auk þess að gera sjálf rannsókn. Markmið verkefnisins er að veita stelpum og stálpum í framhaldsskóla tækifæri til að stunda stafræna vísindarannsókn undir leiðsögn háskólakennara og framhaldsnema við ýmsa háskóla. Verkefnið stóð yfir í sex vikur í júlí og ágúst. Í verkefninu fengu nemendur að kynnast rannsóknaraðferðum og vinnubrögðum sem nýtast þeim í framhaldsnámi í tækni- og vísindagreinum. Leiðbeinendur í verkefninu eru meðal annars úr Stanford University, University of Southern California, University of British Columbia, Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. LESA MEIRA...