RATO3TÚ05

Í þessum áfanga verður farið nánar í vinnu við að nemendur uppgötvi sína stefnu í tónlist þar sem kafað verður ofan í skapandi ferli ólíks tónlistarfólks. Nemendur vinna sjálfstætt að því að búa til 4 laga stuttskífu (e.p plötu) ásamt að vinna í öllu sem fylgir plötuútgáfu. Nemendur nýta tímann í að skapa heildstætt listaverk yfir önnina þar sem ólíkar hliðar tónlistarbransans eru skoðaðir. Meðal efnis sem kynnt verður er útgáfa á tónlist, lifandi spilamennsku, myndvinnslu á sviði, útsetning (pródusering) á tónlist, hljóðblöndun (mix) og hljóðjöfnun (masteringu). Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Mismunandi aðferðum í tónsmíðum
  • Útsetningu tónlistar
  • Grunnatriðum hljóðblöndunar og hljóðjöfnunar
  • Útgáfu tónlistar

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nýta hugmyndaflug og sköpunarkraft til að búa til fjölbreyttar tónsmíðar
  • vinna með mismunandi hugmyndir og þróa sinn eigin stíl

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útfæra hugmyndir í fullgerð verk
  • skipuleggja vinnuferli
  • sýna frumkvæði, skapandi nálgun og sjálfstæði í verkum sínum

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: RATO2TT05