Líf og fjör við upphaf haustannar
05.09.2025
Það hefur sannarlega verið mikið líf og fjör við upphaf nýs skólaárs í MS. Skólastarfið hófst formlega með móttöku nýnema 22. ágúst og hópefli þar sem nemendur úr stjórn SMS ásamt starfsfólki MS hristi saman hópinn. Kennsla hófst mánudaginn 25. ágúst og þétt er setið í hverri stofu enda hvert pláss við skólann skipað. Vinnuvélar standa á skólalóðinni sem setja tóninn fyrir nýja önn en til stendur að færanlegar kennslustofur verði tilbúnar við skólann á vetrarönn og ljóst að þá verður aðeins rýmra um okkur í skólanum. Bílastæðum við skólann hefur fækkað til muna á meðan þessum framkvæmdum stendur og nemendur og starfsfólk því hvatt til að nýta sér umhverfisvæna samgöngumáta á meðan.