Fréttir

Nýjar kennslustofur

Þessa dagana eru framkvæmdir við sex nýjar kennslustofur á fullu á skólalóðinni. Innangengt verður úr skólanum inn í þessa nýju tengibyggingu. Það verður spennandi að fá þessar nýju björtu stofur í notkun og næsta skref er svo að finna nafn á nýju bygginguna en efnt til nafnasamkeppni þegar nær dregur opnun.

Matsdagar 24. og 25. september

Fyrstu matsdagar skólaársins eru framundan og hér má sjá dagskrá matsdaga. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf/verkefni á réttum stað og stund.

Jafnlaunakerfi MS hlýtur endurvottun

Í ágústmánuði fór jafnlaunakerfi skólans í endurvottunarferli hjá Versa vottun í samræmi við kröfur. Skólinn hefur nú fengið vottun þess efnis að jafnlaunakerfið er starfrækt í samræmi við kröfur ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks MS og nánar má fræðast um það hér á heimasíðunni.

Líf og fjör við upphaf haustannar

Það hefur sannarlega verið mikið líf og fjör við upphaf nýs skólaárs í MS. Skólastarfið hófst formlega með móttöku nýnema 22. ágúst og hópefli þar sem nemendur úr stjórn SMS ásamt starfsfólki MS hristi saman hópinn. Kennsla hófst mánudaginn 25. ágúst og þétt er setið í hverri stofu enda hvert pláss við skólann skipað. Vinnuvélar standa á skólalóðinni sem setja tóninn fyrir nýja önn en til stendur að færanlegar kennslustofur verði tilbúnar við skólann á vetrarönn og ljóst að þá verður aðeins rýmra um okkur í skólanum. Bílastæðum við skólann hefur fækkað til muna á meðan þessum framkvæmdum stendur og nemendur og starfsfólk því hvatt til að nýta sér umhverfisvæna samgöngumáta á meðan.