Grunnáfangi í tónlist þar sem nemendur læra hagnýtar aðferðir við að búa til tónlist og semja texta. Farið er í textaskrif fyrir tónlist og nemendur læra að greina form ýmissa tónlistarstíla og nýta sér fjölbreyttar aðferðir við eigin lagasmíðar. Fjallað er um mismunandi nálganir á aðferðum lagasmíða, skoðaðar útsetningar og pródúksjón laga ásamt því að kynnt verða ýmis tónlistarforrit sem notuð eru í dag við tónlistarsköpun. Lært er um skapandi ferli þar sem unnið er með að finna leiðir til þess að koma hugsunum sínum í framkvæmd.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Skapandi ferlum við listsköpun
- Ólíkum nálgunum við lagasmíðar
- Mismunandi aðferðum við textagerð
- Útsetningu tónlistar
- Mismunandi tónlistarforritum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Tileinka sér flæði texta og að nýta nýjar aðferðir við textagerð.
- Semja lag og texta eftir fyrirfram ákveðnu formi
- Pródúsera lag í tónlistarforriti
- Nýta aðferðir skapandi ferlis við tónlistar og textagerð
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Semja lög í ólíkum stíltegundum
- Semja texta við tónlist
- Finna mismunandi leiðir í skapandi vinnu
Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.
Undanfari: Enginn