Menntamálaráðherra í heimsókn

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti skólann í vikunni ásamt fríðu föruneyti úr ráðuneytinu til að kynna hugmyndir sínar um nýjungar á framhaldsskólastiginu fyrir starfsfólki. Ráðherrann fékk leiðsögn um skólann og hitti nemendur og starfsfólk. Ráðherra nefndi sérstaklega hvað nemendur væru glaðlyndir og orkumiklir. Við þökkum ráðherra og föruneyti kærlega fyrir komuna í MS!