Nýjar kennslustofur

Þessa dagana eru framkvæmdir við sex nýjar kennslustofur á fullu á skólalóðinni. Innangengt verður úr skólanum inn í þessa nýju tengibyggingu. Það verður spennandi að fá þessar nýju björtu stofur í notkun og næsta skref er svo að finna nafn á nýju bygginguna en efnt til nafnasamkeppni þegar nær dregur opnun.