Viðveruskráning á haustönn 2025

Frá og með haustönn 2025 verða gerðar þær breytingar á viðveruskráningu að kennarar skrá S (seint). Nemandi sem mætir seint en innan 10 mínútna frá upphafi kennslustundar fær skráð S, hálft fjarvistarstig. Eftir það skráir kennari F (fjarvist), heilt fjarvistarstig.

Veikindi ber að tilkynna í Innu samdægurs og bera foreldrar nemenda undir 18 ára aldri ábyrgð á því að skrá veikindi. Sótt er um skammtímaleyfi í gegnum Innu. Beiðnir um lengra leyfi þurfa að berast kennslustjóra, sjá hér.

Skólinn minnir á reglur um skólasókn og eftirfylgni í þeim efnum