Upphaf haustannar 2025

Senn líður að upphafi skólastarfs á haustönn 2025.

Móttaka nýnema fer fram föstudaginn 22. ágúst kl. 10-13.

Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í íþróttasalnum og þangað eiga allir nemendur skólans að mæta. Strax í kjölfarið hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu fyrir upphaf kennslu og fá nemendur og forsjárfólk póst þegar þær eru tilbúnar.

Námsgagnalisti er aðgengilegur hér á heimasíðunni. Ætlast er til þess að nemendur útvegi öll námsgögn um leið og stundatöflur eru tilbúnar og mæti með þau í skólann þegar kennsla hefst. Nemendur þurfa einnig að hafa aðgang að fartölvu í skólanum og koma með eigin ritföng og reiknivélar.

Nemendur og forsjárfólk nemenda undir 18 ára hafa aðgang að kennslukerfinu Innu en nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Í Innu er haldið utan um nám nemenda, einkunnir og viðveru.

Upplýsingafundur fyrir foreldra nýnema verður haldinn í MS miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17-18.

Við hlökkum til að taka á móti nemendum og hefja skólaárið 2025-2026!