Fréttir

Mín framtíð

MS tekur þátt í stóru framhaldsskólakynningunni Mín framtíð í Laugardalshöll dagana 13.-15. mars. Á sýningunni geta gestir fræðst um úrval náms á framhaldsskólastigi. Starfsfólk og nemendur MS standa vaktina og kynna skólann, námsframboð og félagslíf í MS básnum. LESA MEIRA...

MS í undanúrslit í Morfís!

MS-ingar höfðu betur gegn Flensborg í Morfís þann 12. mars og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum. Þess má geta að Flensborg eru sigurvegarar síðasta árs í Morfís. MS-ingar áttu einnig ræðumann kvöldsins, Vigdísi Elísabetu. Til hamingju með frábæran árangur!

Árshátíðardagur nemenda og hraðtafla

Nemendur halda árshátíð fimmtudaginn 6. mars í Gullhömrum. Í tilefni árshátíðar verður skóladagurinn styttur með svokallaðri hraðtöflu þar sem hver stokkur styttist og verður 1 klukkustund. LESA MEIRA...

Brautskráning vetrarannar 28. febrúar 2025

Brautskráning vetrarannar fór fram við hátíðlega athöfn í Menntaskólanum við Sund föstudaginn 28. febrúar. Að þessu sinni útskrifuðust átta nemendur af þremur námslínum. LESA MEIRA...

Upphaf vorannar og opið fyrir töflubreytingar

Búið er að opna fyrir stundatöflur nemenda í INNU á vorönn. Opnað hefur verið fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og er opið fyrir þær til kl. 15:00 mánudaginn 24. febrúar. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. febrúar. LESA MEIRA...

Námsmatssýning fimmtudaginn 20. febrúar

Námsmatssýning vetrarannar verður haldin fimmtudaginn 20. febrúar. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annars vegar í skólanum og hins vegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel.

Dagskrá matsdaga 17.-18. febrúar

Hér má sjá dagskrá matsdaga 17.-18. febrúar. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í sambandi við sína kennara og mæta á rétta staði á réttum tíma.

MS áfram í Morfís

MS-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Kvennó í Morfís viðureign í vikunni. MS átti líka ræðumann kvöldsins, Vigdísi Elísabetu. MS-ingar hafa því tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Morfís! Til hamingju með frábæran árangur!

Kynningar fyrir nemendur í 10. bekk - skráning opin

Kynningar fyrir nemendur í 10. bekk á námi og félagslífi í Menntaskólanum við Sund verða haldnar á eftirfarandi dagsetningum: Miðvikudaginn 26. febrúar kl. 15-16 Fimmtudagur 6. mars kl. 15-16 Mánudagur 7. apríl kl. 15-16 Á kynningunum verður námsframboð og skipulag námsins kynnt. Nemendur úr stjórn SMS kynna félagslífið. Skráning er nauðsynleg og hefst á heimasíðunni þann 12. febrúar n.k.

Jöfnunarstyrkur 2025

Vegna jöfnunarstyrks. Umsóknarfrestur vorannar 2025 er til og með 15. febrúar n.k. Menntasjóður námsmanna