10.01.2025
Þau Sigurjón, Matthilda og Oliwia komu sáu og sigruðu í útvarpshúsinu á fimmtudaginn með sigri á MK. Þar með tryggðu þau sér sæti í annarri umferð Gettu betur.
Næst keppir MS við Borgarholtsskóla fimmtudaginn 23. janúar. Áfram MS!
07.01.2025
MS mætir MK í fyrstu umferð Gettu betur fimmtudaginn 9. janúar kl. 18. Keppnin er í beinni á RÚV.is en MS-ingar eru hvattir til að fjölmenna í Útvarpshúsið Efstaleiti og styðja sitt lið.
Seinna um kvöldið fer svo fram Baulan, söngvakeppni SMS. Baulan er haldin í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og hefst kl. 20.
06.01.2025
Þann 20. desember síðstliðinn brautskráðust þrír nemendur frá MS, einn af líffræði- og efnafræði línu og tveir af hagfræði- og stærðfræðilínu. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.