Jafnlaunakerfi MS hlýtur endurvottun

Leifur Ingi gæðastjóri með vottorðið frá Versa vottun
Leifur Ingi gæðastjóri með vottorðið frá Versa vottun

Í ágústmánuði fór jafnlaunakerfi skólans í endurvottunarferli hjá Versa vottun í samræmi við kröfur þess efnis. Skólinn hefur nú fengið vottun þess efnis að jafnlaunakerfið er starfrækt í samræmi við kröfur ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks MS og nánar má fræðast um það hér á heimasíðunni.