Stundatöflur vetrarannar 2025-2026 tilbúnar og hægt að óska eftir töflubreytingum í Innu

Stundatöflur vetrarannar eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 17. nóvember. Athugið að taka mið af undanförum en nemendur þurfa að ljúka undanfara til að komast í næsta áfanga í mörgum tilfellum (sjá skipulag áfanga á heimasíðunni).

Athugið að fyrstu töflubreytingaóskirnar verða afgreiddar um miðjan dag á sunnudag og því gildir hér fyrstur kemur fyrstur fær. Áfram verður þó hægt að gera töflubreytingaóskir í Innu til kl. 15 á mánudag. Nemendur sem þurfa aðstoð við töflubreytingar þurfa að koma í MS mánudaginn 17. nóvember og þar gildir líka að fyrstur kemur fyrstur fær.

🔗Leiðbeiningar um hvernig töflubreytingabeiðnir eru framkvæmdar má finna hér.

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir hvenær hver hópur er kenndur. Í töflunni er raðað eftir stokkum og geta nemendur sem þurfa að óska eftir töflubreytingum því nýtt sér stokkatöfluna til leiðsagnar.