Opið fyrir umsóknir á vorönn 2024
16.01.2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skólavist í Menntaskólanum við Sund á vorönn 2024. Aðeins verður tekið inn í örfá laus pláss. Skólinn áskilur sér rétt til að velja úr umsóknum miðað við rými á námslínum og hvernig námsferlar umsækjenda passa inn í laus pláss í skólanum. Opið er fyrir umsóknir til og með 5. febrúar 2024. Sótt er um í gegnum heimasíðu skólans.