Fréttir

Opið fyrir umsóknir á vorönn 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skólavist í Menntaskólanum við Sund á vorönn 2024. Aðeins verður tekið inn í örfá laus pláss. Skólinn áskilur sér rétt til að velja úr umsóknum miðað við rými á námslínum og hvernig námsferlar umsækjenda passa inn í laus pláss í skólanum. Opið er fyrir umsóknir til og með 5. febrúar 2024. Sótt er um í gegnum heimasíðu skólans.

MS komst áfram í Gettu betur

MS sigraði lið Tækniskólans í 1. umferð Gettu betur í gær eftir æsispennandi keppni. Lokatölur voru 26-21, MS í vil. Næst keppir MS við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi föstudaginn 19. janúar. Til hamingju með frábæran árangur, Darri Þór, Sigurjón Nói og Emma Elísa!

Stöðupróf 25. janúar

Fimmtudaginn 25. janúar verða haldin stöðupróf í arabísku, hollensku, lettnesku, pólsku, rússnesku, víetnömsku og þýsku í MS. Skráning og nánari upplýsingar hér.