Nordplus verkefni 2017 - 2018

Borgaravitund og lýðræði

Heimasíða verkefnissins er SEEKING TOGETHER – young people‘s recipe for smoother integration https://seekingtogether.wordpress.com/

Verkefnið var um flóttamenn, muninn á flóttamönnum, hælisleitendum og innflytjendum og hvernig hægt er að taka á móti flóttamönnum þannig að þeir nái að aðlagast og upplifa sig örugga í samfélaginu.

Þátttakendur voru frá fimm skólum á Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Litháen og Svíþjóð.

Porvoo International College (Fi) stýrði verkefninu en aðrir samstarfsaðilar voru:

Nyköpings gymnasium (SE)

Menntaskólinn við Sund (IS)

Lääne-Viru College (EE)

Karaliaus Mindaugas vocational training centre (LT).

Í MS stýrði Kristbjörg Ágústsdóttir fagstjóri og kennari í umhverfisfræði verkefninu. Alls tóku sex nemendur þátt í verkefninu sem var metið sem 5 eininga valgrein sem fellur undir frjálsa valið í nýrri námskrá. Allir þátttakendur undirbjuggu allar ferðirnar og tóku á móti þátttakendum sem komu til Íslands. Hver nemandi fór í tvær utanlandsferðir. Nemendur sem tóku þátt voru: Auður Tiya Pálmadóttir, Birta Ósk Ómarsdóttir, Björg Sigurgeirsdóttir, Elínrós Árnadóttir, Kristín Helga Ómarsdóttir og Steiney Þóra Helgadóttir.

Heimsóknir:

  • Fyrsta heimsókn: 9. - 13. október 2017 Litháen.
  • Móttaka: 15.- 19. janúar 2018 Ísland.
  • Önnur heimsókn: 19. - 23. mars 2018 Finland.
  • Þriðja heimsókn: 16. - 20. apríl 2018 Svíþjóð.
  • Fjórða heimsókn: 14. - 18. maí 2018 Eistland.