Gulur, rauður, grænn – eða hvað?

„Þrískipti litakvarðinn byggir á námsviðmiðum þar sem rautt þýðir að nemendur hafa ekki enn náð námsviðmiðum verkefnisins, gult að nemendur hafa náð hluta viðmiðanna og grænt að nemendur hafa náð öllum viðmiðunum.“

Hafsteinn Óskarsson og Sigurrós Erlingsdóttir, kennarar við Menntaskólann við Sund, hlutu styrk frá rannsóknarsjóði KÍ til að gera starfendarannsókn um innleiðingu þrískipts litakvarða við mat á nemendaverkefnum. Rannsóknina framkvæmdu þau á skólaárinu 2021 - 2022.

Hér má lesa grein um rannsóknina og rannsóknarskýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan:

Rannsóknarskýrsla - Hafsteinn og Sigurrós