Útskrift haustannar

Við lok haustannar 2023 brautskráðust tveir nemendur frá skólanum. Formleg útskriftarathöfn fór því ekki fram en rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir, mætti í útskriftarveislu og útskrifaði annan nemandann á staðnum. Hinn nýstúdentinn var erlendis en útskrifaðist á skrifstofu skólans fyrir brottför. Til stendur að nokkir nemendur til viðbótar ljúki námi í desember og útskrifist þá. Við óskum nýstúdentum innilega til hamingju með áfangann!