Stjórnarskipti SMS

Ketill Guðlaugur Ágústsson, nýkjörinn ármaður, tekur við lyklavöldunum úr höndum Olivers Einars Nord…
Ketill Guðlaugur Ágústsson, nýkjörinn ármaður, tekur við lyklavöldunum úr höndum Olivers Einars Nordquist, fráfarandi ármanns.
Ný stjórn SMS tók til starfa eftir páskafrí. Stjórnin tók við góðu búi af fyrri stjórn og hefur undanfarið skipulagt Landó vikuna sem nú stendur yfir með ýmsum uppákomum. Ný stjórn kemur inn af fullum krafti og vinnur ötullega að skipulagi félagslífsins og nýtur til þess leiðsagnar félagsmálastjóra.
 
Nýja stjórnin og allir nefndarmeðlimir SMS sóttu fræðslu hjá Önnu Steinsen frá KVAN á dögunum um jákvæða leiðtoga sem er gott veganesti inn í kjörtímabilið. Skólinn óskar nýrri stjórn góðs gengis og þakkar fráfarandi stjórn gott samstarf.