Opið fyrir töflubreytingar

Búið er að opna fyrir stundatöflur nemenda í INNU á vetrarönn. Opnað hefur verið fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og er opið fyrir þær til kl. 15:00 mánudaginn 20. nóvember. Kennsla á vetrarönn hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 21. nóvember.

Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel þessar leiðbeiningar um töflubreytingar í Innu.

Á myndinni má sjá stöðuna í áföngum við opnun töflubreytinga, rauðir hópar eru orðnir fullir og því ljóst að það er ekki mikið svigrúm til töflubreytinga.