MS mætir Kvennó í sjónvarpinu annað kvöld

MS mætir Kvennó í 8. liða úrslitum Gettu betur á RÚV kl. 20:05 annað kvöld. Við fáum takmörkuð sæti en ætlum að sjálfsögðu að fylla þau öll og styðja okkar fólk. Þau sem ætla að mæta í Efstaleitið og vera í útsendingunni þurfa að skrá sig hjá Málfundarfélaginu, áhorfendur mæta kl. 19:30. Hvetjum þau sem ekki komast til að fylgjast með í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:05.