Heimildamynd nemenda í kvikmyndagerð um Grease

Í apríl síðastliðinn setti leikfélagið Thalía upp frábæra sýningu á söngleiknum Grease sem sló heldur betur í gegn. Samhliða þessu tóku nemendur í kvikmyndagerð upp heimildamynd um uppfærsluna bakvið tjöldin undir leiðsögn Einars Rafns Þórhallssonar raftónlistar- og kvikmyndagerðarkennara.

Nemendur tóku meðal annars viðtöl við leikara, búninga- og leikmyndahönnuði og leikstýru auk þess að taka upp mikið efni baksviðs og á sýningum. Verkefnið fól í sér handritsgerð, tökulista, upptökur, klippingu og eftirvinnslu og er afraksturinn frábær heimildarmynd um blómlegt félagslíf í MS.

Horfa má á myndina hér að neðan: