Baulan 2024

Söngvakeppnin Baulan fór fram í Gamla bíó fimmtudaginn 1. febrúar. Þar stigu á stokk fjöldi hæfileikaríkra MS-inga sem létu ljós sitt skína. Sigurvegari kvöldsins var Elísabet Arna Vésteinsdóttir sem söng lagið Unfaithful með Rihanna. Í öðru sæti var Dagbjartur Elí Kristjánsson sem söng It's my life með Cezar og vinsælasta atriðið var Another love með Tom Odell í flutningi þeirra Arons Vals Gunnlaugssonar og Marons Birnis Reynissonar.

Kynnar kvöldsins voru þau Embla Ósk Ólafsdóttir, formaður skemmtinefndar, og Oliver Einar Nordquist, ármaður SMS. Dómarar voru Diljá Pétursdóttir og Andri Már Magnason.

Keppendur stóðu sig öll frábærlega og það er ljóst að það skortir ekki hæfileikana hjá nemendum Menntaskólans við Sund.