Stöðupróf í spænsku og dönsku

 

Stöðupróf í spænsku og dönsku verða haldin í MS þriðjudaginn 26. september kl. 12:00. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ornv@msund.is með eftirfarandi upplýsingum:

 1. Fullt nafn
 2. Kennitala
 3. Netfang
 4. Símanúmer
 5. Skóli sem nemandi stundar nám við
 6. Stöðupróf í hvaða tungumáli

Athugið að í stöðuprófi er gert ráð fyrir sérstakri færni í tungumálinu t.d. ef um er að ræða annað móðurmál viðkomandi eða búsetu erlendis. Skólinn byggir á viðmiðum evrópsku tungumálamöppunnar og kallar til fagaðila sem framkvæma munnlegt og skriflegt mat á nemendum.

Við skráningu fá próftakar tölvupóst um próftökugjald sem jafnframt er staðfesting á próftöku. Próftökugjald er 15.000 kr og er óendurgreiðanlegt. Próftakar þurfa að greiða gjaldið með millifærslu í síðasta lagi tveimur sólarhringum fyrir prófið. Próftakar mæta með skilríki í prófið.

Greiðsluupplýsingar:

 • Nafn reikningseiganda: Menntaskólinn við Sund
 • Kt. reikningseiganda 700670-0589
 • Bankaupplýsingar: 0111-26-010642
 • Fjárhæð: kr. 15.000
 • Stutt skýring: Stöðupr
 • Skýring: Tungumálið (sem taka á stöðupróf í), kennitala próftaka (ef annar greiðir).
 • Staðfesting greiðslu sendist á msund@msund.is