Erlend samstarfsverkefni 2019 - 2020

Starfsþróun til að efla skapandi skólastarf

Alls taka 17 starfsmenn þátt í sex ferðum erlendis sem eru styrktar af Erasmus+ á skólaárinu 2019-2020. Þetta eru tveggja til sjö daga ferðir á ráðstefnur og námskeið í fimm löndum í Evrópu.

Kennslustjóri og kennari fara á ráðstefnuna Féilte Festival of Education in Learning and Teaching Excellence í Galway á Írlandi 27.-28. september 2019 https://www.teachingcouncil.ie/en/FEILTE/

 • Leifur Ingi Vilmundarson, kennslustjóri
 • Sigmar Þormar kennari í viðskiptagreinum

Þrír kennarar fara á námskeiðið Creativity for the Future: Promoting Critical Thinking and Problem - Solving in the Classroom í Bologna á Ítalíu 1.-7. desember 2019. https://www.erasmustrainingcourses.com/creative-learning.html

 • Gunnvör Rósa Eyvindardóttir, félagsfræðikennari
 • Ólafur Þórisson, hagfræðikennari
 • Ólöf Björg Björnsdóttir, myndlistarkennari

Konrektor og tveir kennarar fara á ráðstefnu um Learning Power í Luxemburg 23.-24. nóvember 2019. Powering Up Learning Through Inquiry. https://chaptersinternational.com/conference.php

 • Helga Sigríður Þórsdóttir, konrektor
 • Margrét Haraldsdóttir, félagsfræðikennari
 • Rannveig Ólafsdóttir, íslenskukennari

Námsbrauta- og námskrárstjóri, fagstjóri og kennari fara á ráðstefnu um Formative Assessment – í Evrópu vorið 2020

 • Ágúst Ásgeirsson, námsbrauta- og námskrárstjóri og stærðfræðikennari
 • Brynja Gunnlaugsdóttir, líffræðikennari
 • Ósa Knútsdóttir, fagstjóri í erlendum tungumálum og dönskukennari

Tveir náms- og starfsráðgjafar og einn kennari fara á Ráðstefnu um aðgerðir gegn brotthvarfi 2-3 daga vorið 2020.

 • Björk Erlendsdóttir, forstöðumaður námsráðgjafi
 • Hildur Halla Gylfadóttir, náms- og starfsráðgjafi
 • Kristín Linda Kristinsdóttir, íþróttakennari

Þrír kennarar úr starfendarannsóknarhópnum fara á ráðstefnu um starfendarannsóknir Research Symposium í International School of Florence http://www.isfitaly.org/ – í Flórence á Ítalíu 2 dagar í júní 2020

 • Hjördís Þorgeirsdóttir, félagsfræðikennari
 • Sigurrós Erlingsdóttir, íslenskukennari
 • S. Lilja Guðbjörnsdóttir, stærðfræðikennari

 

Eurostat

Einn kennari fer á ráðstefnu í París, Frakklandi í boði Eurostat sem ber yfirskriftina: "Bringing statistics to the classroom". Ráðstefnan verður haldin helgina 5.- 6. október. Þetta er hluti af verkefni á vegum Eurostat sem kallast "Statiscs literacy".

 • Ileana Manolescu, fagstjóri í stærðfræði

 

Nordplus verkefni: Vinir um vatnið
Alls taka tveir kennarar og sjö nemendur við MS þátt í Nordplus verkefni sem unnið er í samstarfi við Aurehøj Gymnasium í Danmörku, SE-Katedralskolan í Svíþjóð og FO-Glasir í Færeyjum. Verkefnið stendur yfir í tvö ár frá ágúst 2019 til ágúst 2021. Tilgangurinn er auka áhuga á norrænu samstarfi með notkun norrænna tungumála og fjalla um norræna menningu. Fjallað verður um vatn út frá ólíkum sjónarhornum mannsins, náttúru og menningu. Nemendur vinna verkefni um vatnið í listgrein. Kennarar halda þriggja daga samstarfsfund í Lundi í Svíþjóð í janúar 2020. Kennarar og nemendur fara í þriggja daga námsferð til Gentofte í Danmörk vorið 2020. Kennarar frá þátttökuskólunum halda ráðstefnu í MS í mars 2021 þar sem alls um tuttugu kennarar taka þátt. Kynntur verður afrakstur verkefnisins Vinir um vatnið sem og aðferðir og vinnuferlið.

 • Lóa Steinunn Kristjánsdóttir, fagstjóri félagsgreina og sögukennari
 • Guðrún Benedikta Elíasdóttir, fagstjóri listgreina, menningarfræða og íþrótta og kennari í myndlist og leirmótun

 

Heimsóknir í MS

Tveir kennarar og 28 nemendur frá Greve Gymnasium í Kaupmannahöfn í Danmörku koma í heimsókn í MS 19. september 2019. Þau munu fara í heimsóknir í kennslustundir, ræða við nemendur og fá almenna kynningu á skólastarfinu í MS.

 

Námsferð starfsmanna

Alls fara 39 starfsmenn MS í námsferð til Toronto í Kanada 10.-13. október 2019 ásamt 13 mökum, alls 52 þátttakendur. Farið verður í skólaheimsóknir í Malvern Collegiate Institute, Birchmount Park Collegiate Institute and Danforth Ccollegiate and Technical Institute í Toronto. Einnig verður fræðslufundur um skólakerfið og innra starf skóla í Toronto með úrvinnslu úr skólaheimsóknum og fræðslu um leiðsagnarnám og námskraft kennara og nemenda.

1. Reflection on School Visits – with reference to the School Effectiveness Framework

2. Overview of Assessments, Data, and Peer Coaching – Perspectives for What Follows

3. Understanding the role of assessment in student learning - types of assessments

4. Defining clear learning goals

5. Creating challenging success criteria

6. Practicing the provision of effective feedback

7. Exploring the range of learning strategies for differentiation

8. Knowing when and what to do if students are not progressing

9. Impact of changing assessment practices, analyzing data, and peer coaching on your students’ learning.

Um helgina verður farið að Niagrafossum, í Nálina og ýmis söfn og menningarstaðir í Toronto heimsóttir. Ferðanefnd starfsmanna hefur skipulagt ferðina en nefndina skipa Leifur Ingi Vilmundarson, kennslustjóri fulltrúi stjórnenda, Hjördís Jóhannsdóttir, þjónustufulltrúi fulltrúi þjónustusviðs og Þórunn Steindórsdóttir, félagsfræðikennari, Petrína Rós Karlsdóttir frönskukennari og Solveig Þórðardóttir þýskukennari fulltrúar kennara.