Viðurkenning fyrir frábæran árangur í frönsku á stúdentsprófi

Þær Embla og Sylvía lengst til hægri
Þær Embla og Sylvía lengst til hægri

Tveir nýstúdentar á vorönn, þær Embla Karen Bergmann Jónsdóttir og Sylvía Eik Sigtryggsdóttir, fengu viðurkenningu fyrir frábæran árangur í frönsku og heimboð frá franska sendiráðherranum á dögunum. Móttakan fór fram í húsakynnum Alliance Française og afhenti Patrick Le Ménès, sendiráðunautur, nýstúdentunum viðurkenningu og bók að gjöf. Óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum franska sendiráðuneytinu fyrir boðið.