Hvert er hægt að leita eftir hjálp?

Náms- og starfsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar í skólum eru bundin trúnaði við sína skjólastæðinga en stundum vilja nemendur tala við einhvern annan í trúnaði og jafnvel nafnlaust um persónulegri málefni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjúkt spjall

Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum til að ræða áhyggjur af samböndum sínum, samskiptum eða ofbeldi.

 

EINN EINN TVEIR

Í neyðartilvikum ætti alltaf að hringja í EINN EINN TVEIR. Líka hægt að hafa samband við neyðarvörð á netspjallinu á 112.is. Alltaf opið!

 

Hjálparsíminn 1717 og netspjall 1717.is

Hjálparsíminn 1717 og netspjall 1717.is. Trúnaður og nafnleynd. Veita sálfélagslegan stuðning, hlustun, ráðgjöf og upplýsingar um úrræði á Íslandi.

 

Neyðarmóttakan

Neyðarmóttakan er fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Hún er staðsett á Bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi.

 

Heilsugæslan

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.