Skalk og Gadus hlutu verðlaun á uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla

Það var heldur betur frábær uppskera hjá okkar fólki á uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla í Arion banka þann 2. maí.

Fyrirtækið Skalk hlaut viðurkenningu fyrir Matvælafyrirtæki ársins og Gadus fyrir Fyrirtæki ársins í 3. sæti.

Nemendur í Gadus: Mikael Trausti Viðarsson, Jón Gnarr, Sigurbjörn Zoega, Thelma Dís Sigurðardóttir, Oliver Einar Nordquist og Veronika Örk Passaro.

Nemendur í Skalk: Hávar Darri Vignisson, Óðinn Þórðarson, Halldór Viðar Gunnarsson, Anna María Atladóttir, Ísabella Henrysdóttir og Sylvía Eik Sigtryggsdóttir.

Frábær árangur hjá þessum glæsilegu MS-ingum og óskum við þeim innilega til hamingju.