Markaðssetning í MS

Á heimasíðu Umboðsmanns barna segir m.a.:

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda gáfu í ársbyrjun 2009 út leiðbeinandi reglur um neytendavernd barna. Þar segir í V. kafla um skóla og æskulýðsstarfsemi:

1. Framhaldsskólar
Auglýsingar, kostun og önnur markaðssókn eða kynning skal aðeins heimil með skriflegu leyfi skólameistara eða fulltrúa hans. Skal leyfið gefið sérstaklega í hvert sinn eða fyrirfram fyrir tiltekinn tíma.

Samningar sem nemendafélag gerir til hagsbóta fyrir félagsmenn skulu vera
• gagnsæir og aðgengilegir nemendum og
• kynntir skólameistara fyrirfram.

Stjórnarmenn eða aðrir fulltrúar nemendafélaga mega ekki hagnast eða njóta nokkurra persónulegra hlunninda umfram aðra frá fyrirtæki vegna viðskipta eða markaðssetningar sem nemendafélagið hefur milligöngu um.

Nemendafélag gefur ekki fyrirtækjum upp persónulegar upplýsingar á borð við GSM-númer, heimilisfang eða netfang nemenda til notkunar í markaðssetningu. Óheimilt er fyrirtækjum að notast við nemendalista í markaðssetningu. Ef félagið kýs að hafa milligöngu við markaðssetningu með því að hringja í félagsmenn, senda þeim tölvupóst eða afhenda límmiðalista skal áður gefa öllum félagsmönnum kost á að andmæla því, hverjum fyrir sitt leyti, að vera á slíkum lista.

(Heimild: https://barn.is/malaflokkar/framhaldsskoli/#k24. Sótt 16.4.2018).
Síðast uppfært: 16.04.2018