EÐLI3HK05 - Hreyfi- og kraftfræði

Undanfari: EÐLI2AF05
 
Áfanginn fjallar um aflfræði í tveimur víddum. Kennslan grundvallast á samvinnu nemenda við skriflegar úrlausnir dæma og verklegar athuganir. Áhersla er lögð á öflugt námssamfélag og áhugavakningu.
 

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hreyfingu í tvívídd, þ.e. hraða, hröðun og stöðu sem vigra í plani
  • snúningsaflfræði og hliðstæðum milli línulegra hreyfingar og hringhreyfingar: hornhraða, hornhröðun, kraftvægi, hverfitregðu og hverfiþunga
  • tengsl stöðu, hraða og hröðunar út frá tímaafleiðum
  • eðli hringhreyfingar, miðsóknarkrafts og miðsóknarhröðunar
  • eðli einfaldrar sveifluhreyfingar
  • þyngdarlögmáli Newtons
  • stöðujafnvægi og vægi krafta

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita lögmálum hreyfifræðinnar í tvívídd
  • beita jöfnum og teikningum vigra í tvívídd
  • vinna með stöðu, hraða og hröðun út frá tímaafleiðum
  • vinna með teikningar vigra sem sýna skriðþunga og krafta
  • vinna með vigra í hringhreyfingu
  • beita þyngdarlögmáli Newtons við hringhreyfingu massa í þyngdarsviði reikistjarna
  • beita orkuhugtakinu við hreyfingu massa í þyngdarsviði himinhnatta
  • beita orkuvarðveislu við dæmalausnir
  • vinna með krafta, kraftvægi og kraftajafnvægi
  • setja fram niðurstöður tilrauna með skekkjuútreikningum og gröfum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sjá hvernig lögmál eðlisfræðinnar tengjast almennt daglegum afhöfnum og tækni
  • beita tilteknum lögmálum eðlisfræðinnar við margvíslegar aðstæður
  • sjá tengsl lögmála lögmála eðlisfræðinngar í mismunandi faggreinum
  • sjá samhengi milli einstakra lögmála þar sem grunnhugtökum eðlisfræðinnar er beitt