Styrktarsjóður Menntaskólans við Sund

Styrktarsjóður Menntaskólans við Sund var stofnaður árið 2019 í tilefni af 30 ára útskriftarafmæli stúdenta sem brautskráðust 1989.

Stofnfé sjóðsins var um 1 milljón og er hugmyndin að fleiri afmælisárgangar geti tekið þátt í sjóðnum og geti greitt inn í hann óski þeir þess. Sjóðnum er ætlað að styrkja nemendur skólans í námi með sérstaka áherslu á nemendur sem hafa minni fjárráð eða þurfa fjárhagslegan stuðning með einhverjum hætti.

Reikningsupplýsingar:

0133-15-200405

Kt. 700670-0589

Dæmi um úthlutanir hingað til:

  • Peningastyrkur vegna fráfalls foreldris
  • Styrkur til tölvukaupa
  • Styrkur vegna greiðslu fyrir veggspjald

Rektor úthlutar úr sjóðnum og hafa náms- og starfsráðgjafar milligöngu um samskipti við nemendur.

🔗Samþykktir styrktarsjóðs Menntaskólans við Sund