ÞÝSK2BE05 - Berlínaráfangi

Í áfanganum er þriggja til fjögurra daga Berlínarferð undirbúin. Nemendur vinna fjölbreytileg verkefni um borgina, sögu hennar og mannlíf. Verkefnin eru ýmis skrifleg eða munnleg. Munnleg færni nemenda í hversdagslegum samskiptum á þýsku er þjálfuð. Hámarksfjöldi nemenda í áfanganum er 30 og tekið er tillit til ástundunar nemenda í fyrri áföngum í þýsku. Gerðar eru strangar kröfur um mætingu og verkefnaskil. Nemendur áfangans greiða allan kostnað við ferðina.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • staðháttum, mannlífi og menningu í Berlín
  • ólíkum textagerðum, kvikmyndum og hlustunarefni
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla sér hagnýtra upplýsinga, taka þátt í samræðum og skilja talað mál í hversdagslegum aðstæðum
  • lesa margs konar texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt
  • segja frá á skýran hátt í nútíð og liðinni tíð og halda stuttar kynningar á undirbúnu efni á sem bestan hátt
  • skrifa samfellda texta og tjá sig um eigin upplifun og skoðanir
  • nota upplýsingartækni og hjálpargögn, s.s. orðabækur, við upplýsingaöflun og ritun texta

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • fjalla um efni sem hann hefur kynnt sér og tjá eigin skoðanir
  • tjá sig á þýsku við ýmsar ástæður í almennum samskiptum og leysa úr málum sem upp geta komið
  • tileinka sér aðalatriðin í samtölum og frásögnum
  • tileinka sér efni mismunandi texta
  • tileinka sér jákvætt viðhorf til Þýskalands og þýskunnar og hafa trú á eigin kunnáttu

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: ÞÝSK1MÁ05