Tölvu- og tækniaðstoð

Skólinn er með samning um rekstur á tölvukerfi skólans en notendaþjónustan er í skólanum.  Þegar óska þarf aðstoðar tölvuumsjónarmanna er best að senda tölvupóst  á netfangið tolvuumsjon@msund.is. 

Skólaárið 2018-2019 eru Jóhann Thorarensen og Hafsteinn Óskarsson tölvuumsjónarmenn. Aðsetur þeirra er á jarðhæð eldri byggingar við tölvustofu 2.

Nemendur og aðgangur að tölvukerfi

Fyrir nýnema:

Upplýsingar eru sendar með tölvupósti á alla nýnema þar sem fram koma notendanöfn og lykilorð í tölvur skólans og tölvupóst hjá skólanum.

Í tölvupóstfanginu sem þeir fá hjá skólanum fá þeir svo prentnúmer og aðgang að Office 2016. Allir nemendur fá því frían aðgang að forritum Office pakkans svo sem að Word, excel, PowerPoint, Access, Publisher ofl.

Einnig fá nýnemar  notendanafn og lykilorð í Innu og að Námsnetinu , sem ætti að vera það sama.

Fyrir eldri nemendur:

Sömu notendanöfn (kennitala með punkti á eftir 6. tölustaf) og lykilorð gilda og í fyrra í tölvur skólans, netpóst, Innu og Námsnetið. Einnig er sama prentnúmer sem sent var í tölvupósti

Prentkvóti

Við greiðslu skólagjalda fá nemendur 250 bls. prentkvóta sem innifalinn er í skólagjöldum. Klárist kvótinn geta nemendur komið á skrifstofu skólans og keypt viðbótarkvóta á sanngjörnu verði (10 krónur/bls).

Frekari upplýsingar og aðstoð

Allar frekari upplýsingar og aðstoð veita tölvuumsjónarmenn sem eru með vinnustofu inn af tölvustofu 2. Netfang tölvuumsjónarmanna (þangað er m.a. hægt að senda beiðnir um aðstoð) er: tolvuumsjon@msund.is

Aðgangur foreldra/forráðamanna að INNU 

Til að komast inn á INNU skráir forráðamaður sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkum.

Aðgangur starfsfólks að tölvukerfi skólans og gagnagrunnum sem viðkomandi hefur haft aðgang að vegna vinnu sinnar

Starfsfólk skólans fær aðgang að tölvukerfi skólans og þeim gagnagrunnum sem það þarf að nota vinnu sinnar vegna. Gert er ráð fyrir að starfsfólk skólans fari með þær upplýsingar sem það hefur aðgang að í samræmi við lög og reglur. Starfsfólk verður að aðskilja persónuleg gögn frá vinnugögnum vilji það halda þeim til haga við starfslok. Skólinn sér ekki um að flokka þessi gögn fyrir starfsfólk við starfslok hafi það látið undir höfuð leggjast að aðskilja persónuleg gögn og vinnugögn. Þegar starfmaður lætur af störfum er lokað á aðgang hans að tölvukerfi skólans, netfangi hans sem stofnað var vegna vinnu hans sem og aðgangi að gagnagrunnum skólans. Óski starfsmaður þess, vegna sérstakra aðstæðna, að fá að hafa vinnunetfang sitt opið um stundarsakir eftir starfslok þarf hann að óska þess formlega áður en til starfsloka kemur.  

Vakin er athygli á því að trúnaðarskylda opinberra starfmanna á alltaf við og  lýkur ekki við starfslok.


Síðast uppfært: 14.05.2019