Aðstoð við námsval

Þegar sótt er um skólavist í MS

Nemendur sem hafa áhuga á að sækja um skólavist í MS  eru hvattir til þess að skoða vel heimasíðu skólans en þar eru allar helstu upplýsingar um námið, námsbrautir og sérkenni skólans. Skólinn er með opið hús á hverju ári fyrir grunnskólanemendur og forráðamenn þeirra þar sem námsframboð og skólastarfið er kynnt. jafnframt tekur skólinn þátt í sameiginlegum kynningum á framhaldsskólum sem nemendur eru einnig hvattir til þess að kynna sér. Þá eru grunnskólanemendur hvattir til þess að ræða við námsráðgjafa í sínum grunnskóla varðandi nám í framhaldsskóla og hvernig best er að standa að því vali.

Val nemenda MS

Nemendur þurfa að skipuleggja náms sitt. Bæði þurfa þeir að gera grein fyrir áætluðum námslokum og velja námslínu innan brautar aðra  sérhæfingu námsgreina sem og valgreinar. Þeir þurfa einnig að endurskoða val sitt á hverri önn og eru sérstakir valdagar í skóladagatali ætlaðir til þessa. Náms- og starfsráðgjafar veita m.a nemendum aðstoð í þessum málum sem og umsjónarkennarar og stjórnendur skólans.

Síðast uppfært: 01.02.2023