Náms- og starfsráðgjöf

Það starfa tveir námsráðgjafar við skólann: Björk Erlendsdóttir er forstöðumaður námsráðgjafar og með henni starfar Hildur Halla Gylfadóttir náms- og starfsráðgjafi.  Markmið ráðgjafar í skólanum er að sinna nemendum á faglegan hátt í námi þeirra og einkamálum. Ráðgjöfin er veitt í trúnaði við nemendur. Ráðgjafinn gætir hags­muna ein­staklinga og hópa. Hann leitast við að vinna á fyrir­byggjandi hátt með það fyrir augum að nemendum takist að skapa sér viðunandi vinnuskilyrði heima og í skóla.

Staðsetning

Viðtals­her­bergi ráðgjafa eru tvö; merkt námsráðgjöf. Þau eru  á þriðju hæð í  Loftsteini. 

Tímapantanir
Nem­endur geta pantað tíma hjá námsráðgjafa bæði símleiðis og á netföngunum; bjorke hjá msund.isog hildurhg hjámsund.is. Foreldrum og for­ráða­mönnum er ennfremur velkomið að nýta sér ráð­gjöfina.

Vinnuaðferðir

Ráðgjöfin skiptist milli námsráð­gjafar og persónulegrar ráðgjafar en áherslan er á að nemendur eigi kost á góðri námsráðgjöf allan sinn námsferil. Unnið er út frá heildar­­sýn á aðstæður einstaklingsins. Þá getur ráð­gjafinn haft milligöngu um tilvísanir á sérfræði­aðstoð. Ennfremur er veitt hópráðgjöf s.s. í sjálfsstyrkingu og prófkvíða. 

Skólakynningar eru hluti af starfi ráðgjafans auk þess sem hann annast upplýsingamiðlun til nemenda. 

Ráðgjöf við aðra en nemendur

Námsráðgjafar geta veitt foreldrum, forráðamönnum, kennurum, skóla­stjórnendum og öðrum, sem tengjast nem­endum, ráðgjöf. 

Náms- og starfsráðgjafar í MS vinna með persónuupplýsingar í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018.

Síðast uppfært: 04.09.2018